Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, nýtt deiliskipulag
Kaldársel
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1775
23. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð SBH frá 15.nóv.sl. Skipulagshöfundur mætti og kynnti tillöguna.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag Kaldársels, Kaldárbotna og Gjánna og að meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi deiliskipulag Kaldársels, Kaldárbotna og Gjánna og að meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.