Áslandsskóli, húsnæðismál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3323
26. júlí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Gerð grein fyrir stöðu málsins. Eftirfarandi tillaga lögð fram til afgreiðslu: "Bæjarráð samþykkir að auglýsa útboð á byggingu þriggja færanlegra kennslustofa og felur umhverfi og framkvæmdum nánari úrvinnslu málsins. Fjármögnun verksins er vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2012."
Svar

Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu.

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram eftirfarandi bókun:
"Færanlegar kennslustofur til bráðabirgða eru kostnaðarsamt úrræði. Ekkert liggur fyrir um hvar finna eigi fé til verksins, heldur er því velt inn í viðauka í fjárhagsáætlun sem nú þegar má ekki við neinum frávikum. Á meðan fá aðrar lausnir, s.s. hugmyndir sjálfstæðismanna um að nýta húsnæði milli skólahverfa, t.d. fyrir elstu nemendurna, ekki brautargengi. Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins."