Herjólfsgata, sjóbaðsaðstaða
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 735
18. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu
Svar

Áhugi á sjósundi hefur farið vaxandi hin síðustu ár og er stundað af miklum fjölda alla daga ársins. Með tillögu sem samþykkt var árið 2008 er gert ráð fyrir sjóbaðsaðstöðu við Herjólfsgötu þar sem nýtt yrði aðstaða í Sundhöll Hafnarfjarðar. Skipulags- og byggingarráð vísar deiliskipulagstillögunni til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráð og umhverfis- og skipulagssvið með það að markmiði að gerð verði góð aðstaða til sjósunds í tengslum við Sundhöll Hafnarfjarðar. Einnig er lagt til að gæði sjávar á þessum stað verði skoðuð.