Haraldur Þór Ólason tók við fundarstjórn. Ellý Erlingsdóttir tók til máls. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Margrét Gauja Guðmundsdóttir kom að andsvari. Ellý Erlingsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Ellý Erlingsdóttir tók við fundarstjórn að nýju. Haraldur Þór Ólason tók til máls. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Haraldar Þórs Ólasonar. Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason tók við fundarstjórn. Ellý Erlingsdóttir tók til máls. Ellý Erlingsdóttir tók við fundarstjórn að nýju. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 10 atkvæðum svohljóðandi tillögu vegna málsins: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að heimila Haukum að fara í flýtiframkvæmdir á Ásvöllum samanber beiðni þeirra frá 1. september 2009 um sætispalla með 500 sætum. Heimildin er á þeim forsendum og með þeim rökum sem koma fram í erindi Hauka til þess að uppfylla undanþáguskilyrði KSÍ um keppnisleyfi fyrir meistaraflokka félagsins þannig að leikir þeirra geti farið fram á Ásvöllum í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu.
Fyrirkomulag og framkvæmd verksins verði í samræmi við samþykktir framkvæmdaráðs. Áhersla er lögð á að haldið verði áfram viðræðum forystumanna Hauka og FH undir stjórn íþróttafulltrúa um sameiginlegar áherslur og sýn á samstarf félaganna um nýtingu íþróttamannvirkja í bænum og framtíðarþróun og uppbyggingu á því sviði." 1 bæjarfulltrúi greiddi atkvæði gegn tillögunni. Rósa Guðbjartsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun: "Undirritaðar telja að jafnræðis verði að gæta í stuðningi bæjarfélagsins til íþróttafélaga í bænum. Bæjarráð samþykkti 24. sept. sl. aukinn rekstrarstyrk til Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH, sem nemur um 12 milljónum króna á ári og 9. júlí sl. tók bæjarfélagið eins milljarðs króna lán sem að mestu leyti verður notað til að ljúka framkvæmdum við nýtt frjálsíþróttahús við Kaplakrika. Sú framkvæmd sem hér er til umfjöllunar er til að fullnægja lágmarksaðstöðu fyrir alla flokka knattspyrnudeildar Hauka og gerir knattspyrnuvöllinn að löglegum keppnisvelli fyrir efstu deild. Kostnaður nemur um 10 milljónum króna í 3 ár. Einnig er vert að benda á að eftirlitsnefnd með fjármálum íþróttafélaga Hafnarfjarðarbæjar gerir engar athugasemdir við framkvæmdina. Þó er ljóst að stuðningur til íþróttafélaga, eins og til annarra félaga og stofnana bæjarins, verður allur til endurskoðunar í yfirstandandi fjárhagsáætlunargerð." Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Helga Ragnheiður Stefánsdóttir (sign) Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun: "Bæjarfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði með því að heimila Haukum að fara í flýtiframkvæmdir á Ásvöllum og treystir því að með því að heimila umrædda flýtiframkvæmd skuldbindi Haukar sig til að leika heimaleiki meistaraflokka sinna í knattspyrnu á Ásvöllum sumarið 2010." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)