Sólvangur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1657
20. apríl, 2011
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð FJÖH frá 13.apríl sl. Til fundarins mætti Árni Sverrisson, forstjóri Sólvangs, og gerði grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á rekstri Sólvangs, s.s. fækkun stöðugilda og endurskipulagningu vaktafyrirkomulags og mönnun deilda. Fjölskylduráð þakkar Árna Sverrissyni fyrir upplýsandi fund og ráðið vísar málinu til frekari umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:   "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með þann stórfellda niðurskurð sem kynntur hefur verið í rekstri hjúkrunarheimilisins Sólvangs  og mun að óbreyttu leiða til verulega skertra lífsgæða hjá þeim bæjarbúum sem þar eiga heimili og njóta nú umönnunar og öryggis. Skorar bæjarstjórn á velferðarráðherra að  endurskoða ákvörðun sína í málefnum Sólvangs og hefja virkt samráð við Hafnfirðinga um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu í bæjarfélaginu til framtíðar. Í því skyni felur bæjarstjórn fjölskylduráði að stofna starfshóp sem skipaður skal 3 fulltrúum fjölskyldurráðs og 2 fulltrúum öldungaráðs. Starfshópurinn fái það hlutverk að leggja mat á stöðu öldrunarþjónustu í bænum með tilliti til þeirrar stefnumörkunar sem grunnur var lagður að í samstarfi ríkisins og bæjarins árið 2006 og unnið hefur verið eftir og óski eftir samstarfi við Velferðarráðuneytið í þeirri vinnu. Þá skuli hópurinn jafnframt fjalla um stöðu Sólvangs, þær breytingar sem þar eru að verða á þjónustu og gera tillögur að því hvernig verja megi þá þjónustu og þau störf sem þar eru til staðar. Stefnt skuli að því að hópurinn skili niðurstöðu sinni og aðgerðaráætlun til fjölskylduráðs eigi síðar en 22. júní nk.? Gunnar Axel Axelsson (sign), Geir Jónsson (sign).   Geir Jónsson tók til máls. Kristinn Andersen tók til máls. Þá Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri. Lúðvík Geirsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.   Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.