Hraunvangur 7, Hrafnista, deiliskipulag
Hraunvangur 7
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 658
25. september, 2018
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir á ný fyrirspurn Hrafnistu Hafnarfirði frá apríl 2016 vegna breytinga á notkun á reit F2 við Hrafnistu. Breyta á hjúkrunarheimili í íbúðir fyrir aldraða samkvæmt teikningum Halldórs Guðmundssonar hjá THGark dagsettum 10.6.2016. Skipulags- og byggingarráð heimilaði á fundi sínum 2.5.2017 að Hrafnista Hafnarfirði ynni tillögu að breyttu deiliskipulagi á sinn kostnað byggða á gögnum THGark dags. 10.6.2016 en benti á að skoða þyrfti aðgengi, innra umferðarflæði og bílastæði betur. Lögð fram tillaga THG arkitekta dags. 10.9.2018 að breyttu deiliskipulagi ásamt umsögn SHS dags. 13.8.2018 er varðar aðkomu sjúkraflutninga og slökkviliðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð leggur til að tillaga að breyttu deiliskipulagi Hraunvangs 7, svæði Hrafnistu, verði kynnt íbúum og auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarráð tekur jafnframt undir bókun ráðsins þann 22. september 2016 og bæjarstjórnar þann 12. október 2016 um fyrirhugaða lokun Herjólfsbrautar við Garðahraunsveg(gamla Álftanesvegi).

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120567 → skrá.is
Hnitnúmer: 10071114