Golfklúbburinn Keilir, akstursleið að æfingasvæði.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 17 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3179
16. ágúst, 2007
Annað
Fyrirspurn
Erindi vegna akstursleiðar að æfingasvæði Keilis vísað úr framkvæmdaráði til bæjarráðs til afgreiðslu.
Svar

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar með fyrirvara um endanlega samþykkt deiliskipulag.

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru sammála því að leysa þurfi aðkomuvandamál að æfingasvæði golfklúbbsins Keilis. Hins vegar hefði verið æskilegra að þessi framkvæmd hefði verið séð fyrir og kostnaður vegna hennar, þegar til kostnaðaruppgjörs vegna æfingasvæðisins kom til fyrr á árinu. Þá lagði Hafnarfjarðarbær til um 40 milljóna króna viðbótarframlag til Keilis vegna aukins kostnaðar við uppbyggingu æfingasvæðins frá því sem upphafleg fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Enn bætist við 12 milljóna króna kostnaður nú vegna vegaframkvæmda við æfingasvæðið, og hefði sú framkvæmd og kostnaður átt að liggja fyrir mun fyrr í framkvæmdaferlinu."

Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
"Fulltrúi Vinstri grænna ítrekar þá afstöðu sem fram hefur komið í skipulags- og byggingarráði."