Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkistjórnar Íslands og Alcan Holding Switzerland Ltd. um álbræðslu við Straumsvík.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 17 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3174
21. júní, 2007
Annað
Svar


Gildistími viðaukasamningsins er 1.1.2005. Hafnarfjarðarbær hefur vakið athygli stjórnvalda á því að bæjarfélagið hefði gert ráð fyrir því að samið yrði frá 1. janúar 2004. Við upphaf samningsgerðar milli Alcan og ríkisins réðst Hafnarfjarðarbær í umfangsmikið mat á fasteignum á svæðinu til að mæta þeirri dagsetningu. Í nefndaráliti iðnaðarnefndar kemur fram að fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar sem komu fyrir iðnaðarnefndina greindu frá því að þeir mundu leita samninga við ríkið beint vegna greiðslna fyrir árið 2004.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að ganga til samninga við ríkið vegna uppgjörs á árinu 2004.