Hjallahraun 2, gámar á lóð
Hjallahraun 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 230
7. júlí, 2009
Annað
Fyrirspurn
Á lóð Hjallahrauns 2 eru vinnuskúrar og gámar í eigu Garðafells ehf sem ekki hafa stöðuleyfi. Borist hefur kvörtun frá Reykjavíkurvegi 60 vegna gámanna sem sagðir eru vera að hluta til inni á þeirra lóð. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 20.05.2009 eigendum gámanna skylt að fjarlægja þá innan tveggja vikna eða sækja um stöðuleyfi með upplýsingum um fyrirhugaða staðsetningu þeirra innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um viðeigandi aðgerðir skv. skipulags- og byggingarlögum. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði málinu 01.07.2009 til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir eigendum gámanna skylt að fjarlægja þá innan tveggja vikna eða sækja um stöðuleyfi með upplýsingum um fyrirhugaða staðsetningu þeirra innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við erindinu verður málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eigendum gámanna skylt að fjarlægja þá innan tveggja vikna eða sækja um stöðuleyfi með upplýsingum um fyrirhugaða staðsetningu þeirra innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við erindinu verður málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.