Aðalskipulag Hafnarfjarðar, Ásvellir, breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 236
20. október, 2009
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 vegna sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir bensín á Ásvöllum dags. 14.05.2007. Skipulagstillagan var auglýst 24.08.2009 skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og lauk athugasemdafresti 06.10.2009. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að málinu verði lokið skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi - Hafnarfjarðar 2005 2025 hvað varðar Ásvelli svæði Hauka dags. 14.05.2007 og að málinu verði lokið skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."