Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Þá Eyjólfur Sæmundsson. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Þá tók til máls Guðfinna Guðmundsdóttir. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun: "Mikilvægt er að Hafnarfjarðarbær kalli eftir viðhorfum bæjarbúa um nýtingu Krýsuvíkursvæðisins og marki sér stefnu í samráði við íbúa sveitarfélagsins, stefnu sem samræmist sjónarmiðum umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar. Til að geta farið í slíka vinna getur verið gagnlegt að fá niðurstöður úr rannsóknarborunum HS Orku. Undirrituð greiðir því atkvæði með því að senda tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar, í auglýsingu, hvað varðar staðsetningu tilraunaborhola í Krýsuvík. Samþykki þetta nær eingöngu til tilraunaborunar og veitir engin frekari fyrirheit umstuðning við framhald málsins. Þegar rannsókn er lokið og niðurstöður hennar liggja fyrir mun undirrituð taka frekari afstöðu til framhalds málsins." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)