Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 Krýsuvík, beiðni um breytingu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1632
10. mars, 2010
Annað
Fyrirspurn
14. liður úr fundargerð SBH frá 2.mars sl. Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025, Krýsuvík, hvað varðar staðsetningu tilraunaborhola, endurskoðaður uppdráttur dags. 22.09.2009. Tillagan var auglýst 21.12.2009 samkvæmt 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og var athugasemdatími til 09.02.2010. Engar athugasemdir bárust nema frá umsagnaraðilum Umhverfisstofnun dags. 28.01.2010 og Stjórn Reykjanesfólkvangs dags. 08.02.2010. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs varðandi athugasemdir sem fram komu í umsögnunum.
Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn skipulags- og byggingarsviðs að sinni, með áorðnum breytingum, samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að málinu verði lokið samkv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025, Krýsuvík, hvað varðar staðsetningu tilraunaborhola, samkvæmt uppdrætti dags. 22.09.2009, sem auglýst var 21.12.2009 og lauk athugasemdatíma 09.02.2010 og að málinu verði lokið í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun: Bæjarfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði með beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 vegna staðsetningu tilraunaborhola í Krýsuvík en ítrekar að með því samþykki felist engin fyrirheit um frekari nýtingu jarðhitans. Einnig ítrekar undirrituð mikilvægi þess að Hafnarfjörður kalli eftir viðhorfum bæjarbúa og marki sér stefnu í auðlindamálum, stefnu sem samræmist sjónarmiðum umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar.   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)