Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn skipulags- og byggingarsviðs að sinni, með áorðnum breytingum, samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að málinu verði lokið samkv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025, Krýsuvík, hvað varðar staðsetningu tilraunaborhola, samkvæmt uppdrætti dags. 22.09.2009, sem auglýst var 21.12.2009 og lauk athugasemdatíma 09.02.2010 og að málinu verði lokið í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."