Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 Krýsuvík, beiðni um breytingu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 246
2. mars, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025, Krýsuvík, hvað varðar staðsetningu tilraunaborhola, endurskoðaður uppdráttur dags. 22.09.2009. Tillagan var auglýst 21.12.2009 samkvæmt 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og var athugasemdatími til 09.02.2010. Engar athugasemdir bárust nema frá umsagnaraðilum Umhverfisstofnun dags. 28.01.2010 og Stjórn Reykjanesfólkvangs dags. 08.02.2010. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs varðandi athugasemdir sem fram komu í umsögnunum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn skipulags- og byggingarsviðs að sinni, með áorðnum breytingum, samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að málinu verði lokið samkv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025, Krýsuvík, hvað varðar staðsetningu tilraunaborhola, samkvæmt uppdrætti dags. 22.09.2009, sem auglýst var 21.12.2009 og lauk athugasemdatíma 09.02.2010 og að málinu verði lokið í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."