Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 Krýsuvík, beiðni um breytingu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 230
7. júlí, 2009
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 25.06.2009 um að rannsóknarboranir í Krýsuvík skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að gerð verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025, hluti Krýsuvík, fyrir tilraunaborholur hitaveitu. Skipulags- og byggingarsviði er jafnframt falið að undirbúa breytinguna. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gerð verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025, hluti Krýsuvík, fyrir tilraunaborholur hitaveitu."