Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að vísa til seinni umræðu í bæjarstjórn svohljóðandi tillögu að breytingum á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 637, 2002, sbr. 804, 2004:
“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að eftirfarandi breytingar verði gerðar á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 637, 2002, sbr. 804, 2004:
65. gr.
Lokamálsliður 65. gr. verður svohljóðandi: “Bæjarráð fer með upplýsinga- og markaðsmál og málefni miðbæjarins”.
66. gr.
Í 66. gr. fellur út “menningar- og ferðamálanefnd” og “stjórn Hafnarborgar”.
71. gr.
Við lokamálslið 1. mgr. 71. gr. bætist við: “...og menningar- og ferðamál.”
72. gr.
Við 72. gr. bætist: “Menningar- og ferðamálanefnd” og “stjórn Hafnarborgar”.”
Bæjarráð samþykkir að vísa eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
“Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að hlutast til um að breytingar verði gerðar á erindisbréfum ráða og nefnda í samræmi við breytingar á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.”
Bæjarráð samþykkir vísa framlögðu skipuriti til afgreiðslu í bæjarstjórn.