Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag
Lækjargata 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 255
24. ágúst, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tilhögun vinnu við deiliskipulag Lækjargötu 2 og nágrennis í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 1. júní 2008. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði 22.06.2010 að hefja undirbúning hugmyndasamkeppni í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 01.06.2008.
Svar

Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að hér verði um opna hugmyndasamkeppni að ræða, eins og samþykkt bæjarstjórnar frá 1. júní 2008 gerði ráð fyrir, þar sem bæjarbúum verði gefinn kostur á að setja fram hugmyndir um uppbyggingu reitsins. Stefnt er að því að höfða til sem flestra bæjarbúa, og verði það m.a. kynnt sérstaklega í skólum bæjarins. Ráðið felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman uppdrætti og önnur nauðsynleg gögn varðandi skipulag svæðisins og gera aðgengileg á vefsíðu bæjarins. Lagt er til að hugmyndasamkeppninstandi yfir til 1. mars 2011. Munu fimm áhugaverðustu tillögurnar kynntar opinberlega. Í framhaldi verði skoðað hvernig standa megi að uppbyggingu reitsins í samhengi við aðliggjandi svæði og framkomnar tillögur hafðar þar til hliðsjónar.