Fokheldisfrestir og sektir, ýmsar lóðir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 17 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3181
13. september, 2007
Annað
Fyrirspurn
Á 3174. fundi bæjarráðs þann 21. júní s.l., var lóðarhöfum eftirtaldra lóða veittur lokafrestur til 1. september 2007 til að skila inn fokheldi: Fléttuvellir 5, 11, 20, 21, 26, 34, 43 og 48, Fjóluvellir 11 og 13, Hrauntunga 1, Blómvellir 14 og Sörlaskeið 9. Lagt er til við bæjarráð að það ákveði dagssektir (fokheldissektir), fyrir hvern byrjaðan mánuð sem ekki er gefið út fokheldisvottorð.
Svar

Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfrandi til við bæjarsjtórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að taka upp dagsektir gagnvart eftirtöldum lóðarhöfum; Fléttuvellir 5, 11, 20, 21, 26, 34, 43 og 48, Fjóluvellir 11 og 13, Hrauntunga 1, Blómvellir 14 og Sörlaskeið 9 sem ekki hafa náð fram fokheldissilyrðum þ.e. gefið hefur verið út fokheldisvottorð fyrir 1.desember nk. Sektirnar byrja 1. janúar 2008 og nema 50.000 kr. á hvern byrjaðan mánuð sem útgáfa fokheldisvottorðs dregst."