Hjallastefnan, barnaskóli við Hjallabraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1614
2. júní, 2009
Annað
Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð FJÖH frá 25.maí sl. Lögð fram drög að samkomulagi milli fræðslusviðs og foreldrafélags Barnaskóla Hjallastefnunnar. Samkomulagið staðfestist af Hjallastefnunni ehf.
Sara Dögg Jónsdóttir, skólastjóri og Gestur Gestsson, talsmaður foreldra, mættu til fundarins. Fræðsluráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti með fyrirvara um að starfsleyfi fáist frá menntamálaráðuneytinu. Fram kom ósk frá fulltrúa VG, um að málinu yrði vísað til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn með vísan í 7. grein erindisbréfs fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum með einu mótatkvæði VG og samþykkir jafnframt þá ósk að málinu verði vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fulltrúi VG ítrekar bókun sína frá síðasta fræðsluráðsfundi 11. maí sl.
Guðmundur Rúnar Árnason tók við fundarstjórn.
Ellý Erlingsdóttir tók til máls. Þá Jón Páll Hallgrímsson. Ellý Erlingsdóttir kom að andsvari. Jón Páll Hallgrímsson svaraði andsvari. Ellý Erlingsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Jón Páll Hallgrímsson svarar andsvari öðru sinni. Haraldur Þór Ólason tók til máls.
Almar Grímsson tók við fundarstjórn.
Ellý Erlingsdóttir kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari.
Guðmundur Rúnar Árnason tók við fundarstjórn að nýju.
Ellý Erlingsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari öðru sinni. Ellý Erlingsdóttir kom að stuttri athugasemd. Þá tók til máls Rósa Guðbjartsdóttir. Jón Páll Hallgrímsson tók til máls öðru sinni. Ellý Erlingsdóttir kom að andsvari. Jón Páll Hallgrímsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason tók til máls öðru sinni.
Svar

 Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið með 9 atkvæðum, 1 bæjarfulltrúi sat hjá og 1 bæjarfulltrúi greiddi atkvæði á móti.    Jón Páll Hallgrímsson lagði fram svohljóðandi bókun fulltrúa Vinstri grænna: Rekstur grunnskóla er lögbundin grunnþjónusta sveitarfélaga sem greidd er með skattfé en ekki skólagjöldum. Í samkomulagi fræðslusviðs og foreldrafélags Barnaskóla Hjallastefnunnar er gert ráð fyrir fjárframlagi foreldra til þess að brúa það kostnaðarbil sem þarf til þess að skólastarf í fjórða bekk Hjallastefnunnar  við Hjallabraut geti farið fram. Þar er kominn fram vísir að skólagjöldum sem stríða gegn grundvallarhugsun um jafnrétti til náms og við Vinstri græn getum ekki samþykkt. Einnig getur ekki talist ásættanlegt að það sé á ábyrgð foreldra eða foreldrafélags að útvega húsnæði til afnota fyrir skólastofnun barna sinna, eins og fram kemur í samkomulagi fræðslusviðs og foreldrafélagsins Barnaskóla Hjallastefnunnar. Samkvæmt samkomulagi fræðslusviðs og foreldrafélagsins er það í samræmi við samkomulag foreldrafélagsins og Hjallastefnunnar ehf. Það samkomulag hins vegar fylgir ekki með þeim gögnum sem við höfum til að byggja ákvörðun okkar á. Af þessum ástæðum greiðir bæjarfulltrúi Vinstri grænna atkvæði gegn samkomulagi fræðslusviðs og foreldrafélags Barnaskóla Hjallastefnunnar. Jón Páll Hallgrímsson (sign)