Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið með 9 atkvæðum, 1 bæjarfulltrúi sat hjá og 1 bæjarfulltrúi greiddi atkvæði á móti. Jón Páll Hallgrímsson lagði fram svohljóðandi bókun fulltrúa Vinstri grænna: Rekstur grunnskóla er lögbundin grunnþjónusta sveitarfélaga sem greidd er með skattfé en ekki skólagjöldum. Í samkomulagi fræðslusviðs og foreldrafélags Barnaskóla Hjallastefnunnar er gert ráð fyrir fjárframlagi foreldra til þess að brúa það kostnaðarbil sem þarf til þess að skólastarf í fjórða bekk Hjallastefnunnar við Hjallabraut geti farið fram. Þar er kominn fram vísir að skólagjöldum sem stríða gegn grundvallarhugsun um jafnrétti til náms og við Vinstri græn getum ekki samþykkt. Einnig getur ekki talist ásættanlegt að það sé á ábyrgð foreldra eða foreldrafélags að útvega húsnæði til afnota fyrir skólastofnun barna sinna, eins og fram kemur í samkomulagi fræðslusviðs og foreldrafélagsins Barnaskóla Hjallastefnunnar. Samkvæmt samkomulagi fræðslusviðs og foreldrafélagsins er það í samræmi við samkomulag foreldrafélagsins og Hjallastefnunnar ehf. Það samkomulag hins vegar fylgir ekki með þeim gögnum sem við höfum til að byggja ákvörðun okkar á. Af þessum ástæðum greiðir bæjarfulltrúi Vinstri grænna atkvæði gegn samkomulagi fræðslusviðs og foreldrafélags Barnaskóla Hjallastefnunnar. Jón Páll Hallgrímsson (sign)