Óseyrarbraut, ný lóð
Síðast Frestað á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1616
16. júní, 2009
Annað
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð SBH frá 10.júní sl. Tekin til umræðu tillaga hafnarstjórnar að nýrri lóð nr. 33 við Óseyrarbraut. Hafnarstjórn samþykkti að ganga formlega frá skipulagi lóðarinnar samkvæmt yfirlitsteikningu Al-Ark arkitekta sem lögð var fram á 1327. fundi hafnarstjórnar 23. janúar 2008. Bæjarráð vísaði erindinu 16.03.2009 til umfjöllunar og afgreiðslu í skipulags- og byggingarráði. Frestað á fundi 222. Nýr deiliskipulagsuppdráttur dags. 02.04.2009 lagður fram. Hafnarstjórn samþykkti 13.05.2009 að óska eftir breytingu á aðalskipulagi, þannig að megin stofnbraut hafnarsvæðisins þ.e. Óseyrarbrautin verði felld út af aðalskipulaginu í þeirri mynd sem hún er sýnd þar eða að hún verði færð inná skipulagið í þeirri mynd sem hún er í dag.Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 27.05.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að umbeðinni breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar legu Óseyrarbrautar."
Til máls tók Haraldur Þór Ólason. Þá Eyjólfur Sæmundsson.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.