Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga hafnarstjórnar að nýrri lóð nr. 33 við Óseyrarbraut. Hafnarstjórn samþykkti að ganga formlega frá skipulagi lóðarinnar samkvæmt yfirlitsteikningu Al-Ark arkitekta sem lögð var fram á 1327. fundi hafnarstjórnar 23. janúar 2008. Bæjarráð vísaði erindinu 16.03.2009 til umfjöllunar og afgreiðslu í skipulags- og byggingarráði. Frestað á fundi 222. Nýr deiliskipulagsuppdráttur dags. 02.04.2009 lagður fram. Hafnarstjórn samþykkti 13.05.2009 að óska eftir breytingu á aðalskipulagi, þannig að megin stofnbraut hafnarsvæðisins þ.e. Óseyrarbrautin verði felld út af aðalskipulaginu í þeirri mynd sem hún er sýnd þar eða að hún verði færð inná skipulagið í þeirri mynd sem hún er í dag.