Gert var stutt fundarhlé og að því loknu var fundi fram haldið.
Fulltrúar Samfylkingar leggja fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarráð Hafnarfjarðar áréttar á grundveli hluthafasamkomulags milli fjögurra stærstu hluthafa i Hitaveitu Suðurnesja hf. frá því í júlí sl. að engar breytingar séu gerðar á samþykktum og félagslegri stöðu HS hf. án aðkomu allra eigenda félagsins. Jafnframt ítrekar bæjarráð Hafnarfjarðar að þeir þættir sem snúa að uppskiptingu HS hf. og fjallað er um í samrunasamkomulagi REI og Geysis Green hafa ekki verið formlega teknir fyrir á eigendafundi HS hf."
Áheyrnarfulltrúi VG tekur undir bókunina.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.