Fyrirspurn
Lagt fram svohljóðandi svar við fyrirspurn VG frá fundi nr. 3181:
"Svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í bæjarráði.
Forsetanefnd var skipuð á fundi bæjarráðs þann 29. júní sl. og í henni sitja forseti bæjarstjórnar og fyrsti og annar varaforseti. Í 44. gr. samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar segir:”Bæjarstjórn skal kjósa fulltrúa í ráð, nefndir og stjórnir samkvæmt ákvæðum laga, reglugerða og samþykkta þesssara.” Viðkomandi ráð nefndir og stjórnir eru talin upp í 55. gr í A. lið þau sem kosin eru til eins árs og í B. lið þau sem lögum samkvæmt eru kosin til fjögurra ára. Í
53. gr. samþykktarinnar segir: “Bæjarstjórn og ráð geta kosið nefndir til að vinna að einstökum afmörkuðum verkefnum. Umboð slíkrar nefndar fellur niður við lok kjörtímabils bæjarstjórnar og fyrr ef verkefni nefndar er lokið. Bæjarstjórn og ráð geta einnig afturkallað umboð slíkra nefnda hvenær sem er.” Forsetanefndin er kosin á grundvelli 53. gr.
Bæjarráð fól forsetanefnd að yfirfara reglur um framkvæmd bæjarstjórnarfunda. Nefndin hefur fundað tvisvar og mun leyta samstarfs og ráðgjafar fulltrúa allra stjórnmálaflokka og annara þar til bærra aðila."