Starfsmannamál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3216
16. desember, 2008
Annað
Fyrirspurn
Gerð grein fyrir samningum við starfsfólk leikskóla. Starfsmannastjóri mætti á fundinn.
Svar

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir eftirfarandi tillögu með fyrirvara um samþykki nýrra kjarasamninga við starfsmenn í leikskólum: „Varðandi starfsmenn í leikskólum sem er gert að matast með nemendum í hádegi og fengu á tímabilinu 1. janúar 2008 til 30. nóvember 2008 greiddar 30 mínútur á dag í yfirvinnu hafi þeir ekki valið styttri vinnutíma á móti, sbr. 3. lið samþykktar bæjarstjórnar frá 27.11.2007. Bæjarstjórn samþykkir að við gildistöku nýs kjarasamnings við viðkomandi stéttarfélög verði tryggt að krónutala launa framangreindra starfsmanna, að teknu tilliti til starfshlutfalls, miðað við 30. nóvember 2008 lækki ekki á tímabilinu 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009. Með krónutölu launa er átt við dagvinnulaun auk 10 yfirvinnutíma vegna matartímans, önnur tilfallandi yfirvinna fellur ekki undir samþykktina. Verði lækkun á krónutölu verður það bætt með tveimur eingreiðslum þann 1. apríl 2009 fyrir tímabilið 1. desember 2008 til 31. mars 2009 og 31. ágúst 2009 fyrir tímabilið 1. apríl til 31. ágúst 2009.“