Starfsmannamál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1603
18. desember, 2008
Annað
Fyrirspurn
4. liður úr fundargerð BÆJH frá 16. des. sl. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir eftirfarandi tillögu með fyrirvara um samþykki nýrra kjarasamninga við starfsmenn í leikskólum:
"Varðandi starfsmenn í leikskólum sem er gert að matast með nemendum í hádegi og fengu á tímabilinu 1. janúar 2008 til 30. nóvember 2008 greiddar 30 mínútur á dag í yfirvinnu hafi þeir ekki valið styttri vinnutíma á móti, sbr. 3. lið samþykktar bæjarstjórnar frá 27.11.2007.
Bæjarstjórn samþykkir að við gildistöku nýs kjarasamnings við viðkomandi stéttarfélög verði tryggt að krónutala launa framangreindra starfsmanna, að teknu tilliti til starfshlutfalls, miðað við 30. nóvember 2008 lækki ekki á tímabilinu 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009. Með krónutölu launa er átt við dagvinnulaun auk 10 yfirvinnutíma vegna matartímans, önnur tilfallandi yfirvinna fellur ekki undir samþykktina. Verði lækkun á krónutölu verður það bætt með tveimur eingreiðslum þann 1. apríl 2009 fyrir tímabilið 1. desember 2008 til 31. mars 2009 og 31. ágúst 2009 fyrir tímabilið 1. apríl til 31. ágúst 2009."
Svar

Lúðvík Geirsson tók til máls. Þá Haraldur Þór Ólason og Lúðvík Geirsson. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Síðan Lúðvík Geirsson. Bæjarstjórn samþykkti tillögu bæjarráðs með 8 atkv. 3 sátu hjá. Rósa Guðbjartsdóttir gerði grein fyrir atkv. fulltrúa Sjálfstæðisflokks með svohljóðandi bókun: " Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá þar sem þeir telja að réttara hefði verið að skoða launamál í sveitarfélaginu í víðara samhengi, td. hjá helstu stjórnendum bæjarins, eða tillögur um markvissa hagræðingu í stjórnsýslunni hefðu legið skýrar fyrir, áður en ákveðið var að afgreiða launahækkun hjá einum hópi bæjarstarfsmanna." Rósa Guðbjartsdóttir Haraldur Þór Ólason Almar Grímsson
Fundarhlé.
Lúðvík Geirsson kom að svohljóðandi bókun: " Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja áherslu á að tryggt sé að með nýjum kjarasamningi við starfsfólk á leikskólum að starfsmenn verði ekki fyrir beinni launalækkun sem orðið hefði að óbreyttu í ýmsum tilfellum á gildistíma nýs samnings. Aðrar útfærslur varðandi hagræðingu í launmálum munu fyrst og fremst ná til þeirra sem hærri og hæstu laun í stjórnkerfi bæjarins og þær verða afgreiddar samhliða afgreiðslu fjárhagsáæltunar við síðari umræðu. Það vekur athygli að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ekki rétt að verja þau kjör sem starfsmenn leikskólanna hafa haft með sérstökum samhljóða samþykktum bæjarstjórnar í upphafi þessa árs."
Lúðvík Geirsson Ellý Erlingsdóttir Guðmundur Rúnar Árnason Margrét Gauja Magnúsdóttir Guðfinna Guðmundsdóttir Eyjólfur Sæmundsson Gísli Ó. Valdimarsson Jón Páll Hallgrímsson
Fundarhlé.