Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju deiliskipulag svæðisins Miðbær Hraun, sem afmarkast af Flatahrauni, Álfaskeiði, Arnarhrauni og Reykjavíkurvegi dags. 06.05.10. Áður lögð fram samantekt á athugasemdum sem bárust eftir forstigskynningarfund sem haldinn var 17.03.2010. Í endurbættri tillögu eftir þann fund var komið er til móts við athugasemdir. Tillagan var auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn á auglýsingatíma. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum, sem var samþykkt með áorðnun breytingum. Skipulags- og byggingarráð samþykkti skipulagið á síðasta fundi.