Fyrirspurn
6. liður úr fundargerð SBH frá 18.nóv. sl.
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi svæðis við Öldugötu Öldutún, Ölduslóð og Hringbraut 1 - 15. Haldinn var forstigskynningarfundur 21.04.2008 og voru hagsmunaaðilar boðaðir. Áður lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs, dags. 21.04.2008 að framkomnum athugasemdum af fundinum. Tillagan hefur verið auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 24.06.2008 - 22.07.2008 með framlengdum athugasemdafresti til 27.08.2008. Athugasemdir bárust. Fyrir liggur samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum. Frestað á fundi 211.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagstillöguna með áorðnum breytingum og gerir umsögn Skipulags- og byggingarsviðs að sinni og að málinu verði lokið skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Öldugötu, Öldutún og Ölduslóð og að málinu verði lokið skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."