Gjótuhraun 7, lokaúttekt
Gjótuhraun 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 393
18. janúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lokaúttekt á Gjótuhrauni 7 sem hófst 2007 er ólokið þrátt fyrir áminningu 22.12.10.Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 02.03.2011 og aftur 23.06.11. Endurtekin lokaúttekt var framkvæmd 12.07.11 en lauk ekki þar sem ekki hafði verið brugðist við öllum athugasemdum úr fyrri lokaúttekt. Einnig vantar fokheldi á húsið.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 179329 → skrá.is
Hnitnúmer: 10076726