Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum styrk að upphæð 200.000 kr. sem takist af fjárveitingu til vinarbæjarsamstarfs. Rósa Guðbjartsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram eftirfarandi bókun: Ef bæjaryfirvöld telja að mikilvægi norræns samstarfs og þátttöku í vinarbæjarmóti sem hér um ræðir sé slíkt að nauðsynlegt sé að halda fjárveitiingunni áfram í ár, þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar og tekjusamdrátt, get ég ekki lagst gegn því en sit hjá við afgreiðslu málsins. Einnig er óskað eftir skriflegum upplýsingum um heildarkostnað bæjarfélagsins við þátttöku í vinarbæjarmótinu.