Skólastefna Hafnarfjarðar, endurskoðun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1617
30. júní, 2009
Annað
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð FRÆH frá 22. júní sl. Lögð fram lokadrög að endurskoðaðri skólastefnu Hafnarfjarðar ásamt greinargerð sviðsstjóra. Skólastefna Hafnarfjarðar, endurskoðuð útgáfa árið 2009, liggur nú fyrir. Hún er afrakstur vinnuferlis sem hófst í byrjun árs 2008 með samþykkt fræðsluráðs Hafnarfjarðar um endurskoðun hennar. Sú ákvörðun byggir á samþykkt í skólastefnu Hafnarfjarðar frá árinu 2005 að skólastefnuna skuli taka til formlegrar endurskoðunar á þriggja ára fresti í fræðsluráði. Áætlað var að endurskoðunin tæki allt árið 2008 og gekk hún samkvæmt áætlun fram að hausti 2008 er fjármálaáfallið dundi yfir þjóðina. Við það tafðist vinnan og varð ferlið sem hér segir: Endurskoðunarferli skilgreint og starfshópur skipaður af fræðsluráði. Upplýsingaöflun og samræður við hagsmunaaðila. Drög að endurskoðuðum texta skólastefnunnar unnin. Drög nýrrar skólastefnu kynnt í fræðsluráði og óskað eftir athugasemdum. Athugasemdir berast. Unnið úr ábendingum og athugasemdum. Yfirlestur. Endurskoðuð skólastefna samþykkt í fræðsluráði. Formaður fór yfir lokadrög að endurskoðaðri skólastefnu Hafnarfjarðar. Fræðsluráð samþykkir endurkoðaða skólastefnu Hafnarfjarðar og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fræðsluráð þakkar þeim hagsmunaaðilum sem komu að vinnu við endurskoðun skólastefnu Hafnarfjarðar fyrir góðar ábendingar og samstarf. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks óskar bókað: Endurskoðuð skólastefna Hafnarfjarðar 2009 er metnaðarfullt skjal sem gefur mikilvæga sýn á hvernig skólasamfélag við viljum þróa í bæjarfélaginu. Leggja ber þó skýra áherslu á að skólastefnan er einungis leiðarvísir og framtíðarsýn en ekki framkvæmdaáætlun. Þetta er ekki síst mikilvægt að hafa í huga næstu misserin þegar við blasir niðurskurður á ýmsum þáttum í rekstri bæjarins, en mörg verkefni og markmið sem koma fram í skólastefnunni eru kostnaðarsöm og þarfnast aukins fjármagns. Því er óraunhæft að ætla að allt sem þar kemur fram geti orðið að veruleika í nánustu framtíð.
Svar

1. varaforseti, Guðmundur Rúnar Árnason, tók við fundarstjórn. Ellý Erlingsdóttir tók til máls. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsóttir. Ellý Erlingsdóttir veitti andsvar. Síðan tóku til máls Rósa Guðbjartsdóttir og Gunnar Svavarsson. Ellý Erlingsdóttir veitti andsvör.   Drögin að endurskoðaðri skólastefnu Hafnarfjarðar voru samþykkt samhljóða með 11 atkv. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísuðu til bókunar fulltrúa flokksins í fræðsluráði. Forseti tók við fundarstjórn að nýju.