Stekkjarhvammur, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 229
23. júní, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga Ingimundar Sveinssonar arkitekts að breytingu á deiliskipulagi Hvamma, dags. 27.02.2008, hvað varðar Stekkjarhvamm. Áður lögð fram athugun skipulags- og byggingarsviðs dags. 13.11.2008. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði 18.11.2008 að kynna fyrir íbúum hugmyndir sviðsins að fjölgun bílastæða á svæðinu. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum dags. 30.01.2009. Skipulags- og byggingarráð vísaði erindinu 10.02.2009 til umsagnar Undirbúningshóps umferðarmála.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir afgreiðslu undirbúningshóps umferðarmála, sem leggst gegn því að farið verði í fjölgun bílastæða þar sem aðeins vantar 3 stæði upp á að 2 stæði séu á íbúð.  Í dag eru 116 stæði á svæðinu samkvæmt úttekt skipulags- og byggingarsviðs.