Háaberg 1, byggja pall o.fl.
Háaberg 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 231
11. ágúst, 2009
Annað
Fyrirspurn
Erling Pétur Erlingsson og Auður Baldursdóttir sækja með bréfi dags 8. apríl 2008 um leyfi til að byggja sólpall á sínum hluta lóðarinnar nr. 1 við Háaberg og að eigandi neðri hæðar lagfæri sinn pall að íbúðarmörkum, lækki skjólvegg og fái ekki að staðsetja heitan pott á sínum palli. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.07.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Áður lagt fram bréf Erlings Péturs Erlingssonar og Auðar Baldursdóttur e.h. Háabergi 1 dags. 08.04.2008. Lagt fram bréf Dýrleifar Kristjánsdóttur Lex-lögmannsstofu f.h. Rögnu Bachmann Egilsdóttur og Ólafs Árnasonar n.h. Háabergi 1 dags. 15.05.2009, minnispunktar Ólafs Helga Árnasonar lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs dags. 01.07.2009.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu af hendi bæjarins í samræmi við byggingarreglugerð.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120668 → skrá.is
Hnitnúmer: 10031705