Skógrækt ríkisins í Kapelluhrauni, samningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1605
20. janúar, 2009
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð BÆJH frá 15.jan. sl. Lögð fram tillaga til bæjarstjórnar um eignarnám lands í Kapelluhrauni.Bæjarlögmaður mætti til fundarins og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísan til samnings milli Hafnarfjarðarbæjar og Skógræktar ríkisins dags. 22.4.2008 að taka eignarnámi hluta af landi Skógræktar ríkisins í Kapelluhrauni í Hafnarfirði sem hefur verið deiliskipulagt fyrir byggingarlóðir. Nánar er um að ræða 160.110 fermetra lands sem afmarkast á uppdrætti sem fylgir nefndum samningi með hnitum; Nr. 1 x, 354463.929, y, 395654.994 Nr. 2 x, 354233.645, y, 395839.662 Nr. 3 x, 353618.320, y, 395524.123 Nr. 4 x, 353663.755, y,395386.937"
Svar

Lúðvík Geirsson tók til máls. Þá Haraldur Þór Ólason sem lagði til að þessum lið verði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar. Lúðvík Geirsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Frestunartillagan var samþykkt samhljóða með 11 atkv. Gunnar Svavarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.