Hafnar- og lóðarsamningur, endurskoðun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1644
13. október, 2010
Annað
Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 21. sept. sl. Tekinn til umræðu hafnar- og lóðasamningur Hafnarfjarðarbæjar við Rio-Tinto vegna álversins í Straumsvík. Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að tilkynnt verði ósk um endurskoðun sérstaks vörugjalds í samræmi við 9. gr. samkomulags um stækkun hafnarmannvirkja í Straumsvíkurhöfn milli Hafnarfjarðarbæjar og Íslenska álfélagsins hf, samkomulags gerðu hinn 16. dag nóvembermánaðar 1995. Jafnframt skipar hafnarstjórn nefnd til að vinna að undirbúningi málsins af sinni hálfu. Kosnir voru: Eyjólur Sæmundsson, Sigurbergur Árnason og Haraldur Ólason.
Svar

Gunnar Axel Axelsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.   Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Þá Valdimar Svavarsson. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 10 samhljóða atkvæðum.