Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 21. sept. sl.
Tekinn til umræðu hafnar- og lóðasamningur Hafnarfjarðarbæjar við Rio-Tinto vegna álversins í Straumsvík.
Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að tilkynnt verði ósk um endurskoðun sérstaks vörugjalds í samræmi við 9. gr. samkomulags um stækkun hafnarmannvirkja í Straumsvíkurhöfn milli Hafnarfjarðarbæjar og Íslenska álfélagsins hf, samkomulags gerðu hinn 16. dag nóvembermánaðar 1995.
Jafnframt skipar hafnarstjórn nefnd til að vinna að undirbúningi málsins af sinni hálfu. Kosnir voru: Eyjólur Sæmundsson, Sigurbergur Árnason og Haraldur Ólason.