Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Helga Ingólfsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir. Þá tók til máls Guðmundur Rúnar Árnason. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðmundur Rúnar Árnason kom að stuttri athugasemd.
Eyjólfur Sæmundsson vék af fundi kl. 15:22. Í hans stað mætti Hörður Þorsteinsson.
Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Þá Geir Jónsson. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Geir Jónsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.
Helga Ingólfsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Á fundi bæjarráðs þann 14.apríl s.l. var samþykkt að taka á leigu u.þ.b 700 fm skrifstofuhúsnæði af Byr hf að Strandgötu 8-10 sem liður í meintun hagræðingaraðgerðum sem felast í flutningi stofnana m.a. af Strandgötu 31 og 33 í fyrrnefnt húsnæði. Markmiðið á að vera að sameina undir eitt þak stofnanir og ná þannig fram hagræðingu í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Óvissa er um nýtingu á fasteignum í eigu bæjarsins sem munu standa auðar eftir breytingarnar. Meirhluti bæjarstjórnar hefur lýst því yfir að unnið sé að þessu verkefni í samræmi við markmið fjárhagsáætlunar.
Hvergi er í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir að auka við fjárskuldbindingar bæjarstjóðs með viðbótarleiguhúsnæði, þvert á móti er því lýst að draga eigi sem mest úr leigu bæjarins á húsnæði af þriðja aðila.
Á bls. 42 í greinargerð með fjárhagsáætlun er þessi texti:
Meðal þeirra aðgerða sem gripið verður til á næsta ári verður endurskipulagning á nýtingu á húsakosti bæjarins. Þannig er stefnt að því að draga sem mest úr leigu bæjarins á húsnæði af þriðja aðila og sú starfsemi sem fer fram í slíku húsnæði verði flutt í eigið húsnæði þar sem því verður við komið. Leitast verður við að fækka starfsstöðvum og sameina, Með því fæst betri nýting á húsnæði, mannafla og fjármunum, auk þess sem það skapar grunn til að bæta þjónustuna við bæjarbúa, með meiri samlegð og þverfaglegu samstarfi.
Einnig hlýtur það að teljast óábyrgt að skuldsetja sveitarfélagið með nýjum leigusamningi og kostnaði við endurbætur á húsnæðinu á meðan enn ríkir óvissa um endurfjármögnun lána sveitarfélagsins upp á milljarða króna og erfiðar aðstæður eru á fasteignamarkaði."
Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir.
Gert stutt fundarhlé. Fundi framhaldið.
Gunnar Axel Axelsson lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
"Þær aðgerðir sem gert er ráð fyrir eru í fullu samræmi við þau markmið sem kveðið er á um í fjárhagsáætlun ársins 2011 um fækkun starfsstöðva og hagræðingu í rekstri. Með flutningi á starfssemi félagsþjónustunnar er jafnramt komið til móts við breyttar húsnæðisþarfir á því sviði sem tengjast yfirfæslu á þjónustu við fatlað fólk sem tók gildi um síðustu áramót.
Nauðsynlegar úrbætur vegna flutninganna verða fjármagnaðar með leigu eða sölu annarra eigna. Svo virðist, sem bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hugnist hins vegar það illa að meirihluta bæjarstjórnar takist að leiða þau mál til lykta.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign),
Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Hörður Þorsteinsson (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign).