Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga sviðsstjóra um að landnotkun verði breytt úr iðnaðarsvæði í athafnasvæði á svæði sem afmarkast af Hólshrauni til norðurs, veghelgunarsvæði fyrirhugagaðs Álftanesvegar og bæjarmörkum að Garðabæ til austurs, Stapahrauni til suðurs og húsum austan Bæjarhrauns til vesturs. Með breytingunni væri opnað fyrir að unnt væri að leyfa starfsmannabústaði og gistiheimili á svæðinu að uppfylltum tilheyrandi skilyrðum og jafnframt bæta umhverfi þess frá því sem nú er. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á umhverfisáhrifum fyrirtækja á svæðinu dags. 30.03.2008. Áður lögð fram greinargerð skipulags- og byggingarsviðs með umsögn heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 04.03.2009. Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 26.03.2009.