Krýsuvík, deiliskipulag fyrir stjörnuathugunarstöð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 16 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1603
18. desember, 2008
Annað
Fyrirspurn
7. liður úr fundargerð SBH frá 16.des.sl. Tekin fyrir að nýju deiliskipulag svæðis fyrir stjörnuathugunarstöð í Krýsuvík samkvæmt tillögu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og deiliskipulagsuppdrætti Landmótunar dags. 03.10.2008. Áður lagt fram svar Krýsuvíkursamtakanna 12.08.2008. Áður lögð fram fyrirspurn skipulags- og byggingarsviðs til Skipulagsstofnunar dags. 15.08.2008 og svar Skipulagsstofnunar dags. 26.08.2008. Tillagan var auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga 17.11.2008 og var umsagnarfrestur til 04.12.2008. Engin athugasemd barst. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.12.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna og að málinu verði lokið skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tilögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi svæðis umhverfis stjörnuathugunarstöð í Krýsuvík dags. 03.10.2008 og að málinu verði lokið skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls.
Tillaga skipulags- og byggingarráðs að deiliskipulagi umhverfis stjörnuathugunarstöð í Krýsuvík var samþykkt samhljóða með 11 atkv.