Glacier World ehf, vatnskaup
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3203
19. júní, 2008
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi Glacier World ehf dags. 11. 6 2008 þar sem sótt er um lóðir í Hellnahrauni 3. áfanga. Lögð fram viljayfirlýsing milli Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækisins um viðskipti með vatn og minnispunktar bæjarlögmanns varðandi málið. Einnig kynnt tillaga fyrirtækisins að samningi um vatnskaup milli fyrirtækisins og Hafnarfjarðarbæjar. Magnús Magnússon framkvæmdastjóri mætti til fundarins vegna þessa máls og kynnti það. Jafnframt mætti Dagur Jónsson vatnsveitustjóri til fundarins.
Svar

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita Glacier World ehf vilyrði fyrir lóðum í Hellnahrauni 3. áfanga í samræmi við umsókn fyrirtækisins. Frá formlegri lóðaveitingu verði gengið ef og þegar fyrir liggur endanlegur samningur um vatnskaup."

Jafnframt er bæjarstjóra í samvinnu við vatnsveitustjóra og hafnarstjóra ásamt lögfræðilegum ráðgjöfum falið að vinna drög að samningi.