Hverfisgata 49, viðhaldi ábótavant
Hverfisgata 49
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 236
20. október, 2009
Annað
Fyrirspurn
Viðhald hússins, Hverfisgötu 49, eru verulega ábótavant og hafa borist kvartanir frá nágrönnum. 09.07.2008 gerði skipulags- og byggingarfulltrúi, húseigendum Hverfisgötu 49 skylt að viðhalda klæðningu utanhúss og koma húsinu í viðhlítandi ástand sbr. grein 9.7 í byggingarreglugerð. Úrbætur hafa ekki verið gerðar. Svar barst 29.04.2009, en síðan hefur ekkert gerst í málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 02.09.2009 kröfu um að húsinu verði komið í viðhlítandi ástand. Yrði ekki verkið hafið innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarnefndar um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 07.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð ítrekar kröfu byggingarfulltrúa um að húsinu verði komið í viðhlítandi ástand. Verði ekki verkið hafið innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð ítrekar kröfu byggingarfulltrúa um að húsinu verði komið í viðhlítandi ástand. Verði ekki verkið hafið innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.