Öldutúnsskóli og nágrenni, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 221
10. mars, 2009
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga ASK-arkitekta að breyttu deiliskipulagi lóðar Öldutúnsskóla dags. 16.10.2008. Haldinn var forstigskynningarfundur dags. 08.07.2008. Áður lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs af forstigskynningarfundinum. Málið er tengt máli nr. 0703023: Öldutúnsskóli - tillögur starfshópsins/hönnuða. Tillagan var auglýst 24.11.2008 og var umsagnarfrestur til 12.01.2009. Athugasemdir bárust. Áður greint frá kynningarfundi sem haldinn var 01.12.2008. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði á síðasta fundi að gera samantekt á athugasemdum og tillögu að svari við þeim. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs dags. 05.02.2009.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagstillöguna og að málinu verði lokið skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Öldutúnsskóla og nágrenni dags. 16.10.2008 og að málinu verði lokið skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."