Hafravellir 18 og 20, kvörtun
Hafravellir 20
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1619
15. september, 2009
Annað
Fyrirspurn
12. liður úr fundargerð SBH frá 8. sept. sl. Borist hefur kvörtun með tölvupósti dags. 10.03.2009 frá íbúum Hafravalla 14 og 16 vegna slæms frágangs á byggingarlóð Hafravalla 18 og 20. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur áður sent lóðarhöfum bréf út af sama máli, dags. 25.07.2008. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.04.2009 lóðarhöfum skylt að lagfæra ástand lóðarinnar innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því myndi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.04.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð samþykkti eftirfarandi 28.04.2009: "Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhöfum skylt að lagfæra ástand lóðarinnar innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á lóðarhafa vegna umgengni á hvorri lóðinni verði kr. 20.000/dag, og verði innheimtar frá og með 1. október 2009, hafi lagfæringar ekki verið gerðar fyrir þann tíma."
María Kristín Gylfadóttir tók til máls. Þá Gísli Ó. Valdimarsson. María Kristín kom að andsvari. Gísli Ó. Valdimarsson svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson tók til máls.
Svar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 223573 → skrá.is
Hnitnúmer: 10115603