Hafravellir 18 og 20, kvörtun
Hafravellir 20
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 233
8. september, 2009
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur kvörtun með tölvupósti dags. 10.03.2009 frá íbúum Hafravalla 14 og 16 vegna slæms frágangs á byggingarlóð Hafravalla 18 og 20. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur áður sent lóðarhöfum bréf út af sama máli, dags. 25.07.2008. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.04.2009 lóðarhöfum skylt að lagfæra ástand lóðarinnar innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því myndi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.04.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð samþykkti eftirfarandi 28.04.2009: "Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhöfum skylt að lagfæra ástand lóðarinnar innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á lóðarhafa vegna umgengni á hvorri lóðinni verði kr. 20.000/dag, og verði innheimtar frá og með 1. október 2009, hafi lagfæringar ekki verið gerðar fyrir þann tíma."

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 223573 → skrá.is
Hnitnúmer: 10115603