Fyrirspurn
Á bílastæði hússins gegnt Suðurbraut hefur staðið gámur í heilt ár. Haft var samband við húseigendur, Bílamálun Minney, um að fjarlægja gáminn og lofuðu þeir að það yrði ekki bið á því. Gámurinn stendur enn, en samkvæmt deiliskipulagi er það óheimilt. Gámurinn er þarna á ábyrgð húseiganda/lóðarhafa, sem hefur ítrekað verið beðinn um að fjarlægja gáminn, og gert skylt á afgreiðslufundi 27.08.2008 að fjarlægja hann þá þegar. 18.03.2009 gerði skipulags- og byggingarfulltrúi húseiganda/lóðarhafa Melabrautar 17 skylt að fjarlægja umræddan gám innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu innan þess tíma yrði gerð tillaga til skipulags- og byggingarráðs um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga. Ekki hefur verið brugðist við þessu. Skipulags- og byggingarráð gerði 28.04.2009 húseiganda skylt að fjarlægja umræddan gám innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Annar gámur hefur bæst við á loðinni Suðurbrautarmegin.