Fyrirspurn
tekið fyrir erindi Guðna Gíslasonar, Hönnunarhúsinu ehf, f.h. Húsfélagsins Bæjarhrauni 2, varðandi ólöglega búsetu í húsinu og breytingar í rýmum 02-03. Gerð var krafa um stöðvun framkvæmda við vask, salerni o.fl. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 19.08.2009 eigendum rýmanna skylt að tæma búsetu í húsinu innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 07.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:
"Skipulags- og byggingarráð gerir eigendum rýmanna skylt að tæma búsetu í húsinu innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."