Álfaskeið 113-115, lóðarumgengni
Álfaskeið 113
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 224
7. apríl, 2009
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur athugasemd vegna fjögurra gáma sem staðettir eru á lóðinni. Ekki er leyfi fyrir þessum gámum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 28.01.2009 húseiganda skylt að fjarlægja þá innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um aðgerðir til að knýja fram úrbætur í samræmi við byggingarreglugerð. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25.03.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að fjarlægja umrædda gáma innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir húseigendum skylt að fjarlægja umrædda gáma innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 119913 → skrá.is
Hnitnúmer: 10028360