Fundargerðir 2009, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1606
3. febrúar, 2009
Annað
‹ 10
9
Fyrirspurn
Fundargerð fræðsluráðs frá 26. jan. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 28. jan. sl. a. Fundargerð forvarnarnefndar frá 21. jan. sl. b. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 19.jan.sl. c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22. jan. sl. Fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 27.jan. sl. a. Fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 frá 21. jan. sl. Fundargerð bæjarráðs frá 29.jan.sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 21.jan. sl. b. Fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 19. og 20.jan. sl. c. Fundargerð lýðræðis- og jafnréttisnefndar frá 21. jan. sl. d. Fundargerð miðbæjarnefndar frá 20.jan. sl. e. Fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 18.des. og 8. jan. sl. Fundargerðir framkvæmdaráðs frá 19.og 26.jan. sl.
Svar


María Kristín Gylfadóttir kvaddi sér hljóðs undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs, jafnréttisátak í íþrótta- og tómstundastarfi og einnig undir 3. lið, starfshópur um almannaheill og lagði fram spurningar til Guðmundar Rúnars Árnasonar. Margrét Gauja kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 15. lið í fundargerð bæjarráðs, tillaga og fyrirspurnir fulltrúa Sjáflstæðislokksins 29. janúar 2009. Þá Guðfinna Guðmundsdóttir sem kvaddi sér hljóðs undir 12. lið í fundargerð fjölskylduráðs, forvarnarnefnd. 1. varaforseti, Guðmundur Rúnar Árnason, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir kvaddi sér hljóðs undir lið í 12.3 í fundargerð fjölskylduráðs, jafnréttisátak í íþrótta- og tómstundastarfi. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og svaraði spurningum sem fyrir hann voru lagðar. Rósa Guðbjartsdóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Rósa Guðbjartsdóttir gerði stutta athugasemd. María Kristín Gylfadótti veitti andsvar sem Guðmundur Rúnar Árnason svaraði. Haraldur Þór Ólason kvaddi sér hljóðs undir 3. lið í fundargerð framkvæmdaráðs, aðstöðuleiga á óbyggðum lóðum, einnig 11. lið fundargerðarinnar, Hlíðarþúfur, útboð og dreifing hrossataðs og loks undir 13. lið, fjarvöktun dælu- og hreinsitúbúnaðar fráveitu og lagði undir öllum liðum fram spurningar til Gunnars Svavarssonar. Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 5. lið í fundargerð fjölskylduráðs, niðurgreiðslur, samantekt og yfirlit 2008. Margrét Gauja Magnúsdóttir veitti andsvar. Gunnar Svavarsson svaraði þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar, einnig kvaddi hann sér hljóðs undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs. Haraldur Þór Ólason veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. María Kristín Gylfadóttir kvaddi sér hljóðs undir 4. lið í fundargerð fjölskylduráðs, menningarsamningar. Einnig Guðmundur Rúnar Árnason undir sama lið. Gunnar Svavarsson kvaddi sér hljóðs undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs, jafnréttisátak í íþrótta- og tómstundastarfi. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Jón Páll Hallgrímsson kvaddi sér hljóðs undir 4. lið í fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, niðurgreiðslur, samantekt og yfirlit 2008. Margrét Gauja Magnúsdóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að andsvari sem ræðumaður svaraði. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók einnig til máls undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs. Jón Páll Hallgrímsson kom að andsvari. Guðfinna Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs undir sama lið í fundargerð fjölskylduráðs.