Fundargerðir 2009, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1624
24. nóvember, 2009
Annað
Fyrirspurn
Fundargerð bæjarráðs frá 19.nóv. sl. a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30. okt.sl. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 16. nóv. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 18.nóv. sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11. nóv. sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11. nóv.sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 16. nóv.sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.nóv. sl. a. Fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 frá 11.nóv. sl.
Svar

Haraldur Þór Ólason kvaddi sér hljóðs undir 1. lið - Fjárhagsáætlun 2010, vinnufundir - í fundargerð framkvæmdaráðs frá 16. nóvember sl. Lúðvík Geirsson tók til máls undir sama lið. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. María Kristín Gylfadóttir kom að andsvari við fyrri ræðu bæjarstjóra. Lúðvík svaraði andsvari. María Kristín Gylfadóttir kom að andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu bæjarstjóra. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni við fyrri ræðu bæjarstjóra. Almar Grímsson tók til máls undir 1. lið í fundargerð framkvæmdaráðs frá 16. nóvember sl. og kvaddi sér hljóðs undir 3. lið og 4. lið í sömu fundargerð - Miðlunartankur á Suðurfyllingu og Hraunavík útrás frá dælu- og hreinsistöð fráveitu. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari. Almar Grímsson svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Almars Grímssonar. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Almar Grímsson svaraði andsvari. María Kristín Gylfadóttir tók til máls undir 1. lið - Félagsmiðstöðvar, mótmæli v/breytinga í rekstri - í fundargerð fjölskylduráðs frá 18. nóvember sl. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari. María Kristín Gylfadóttir svaraði andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari öðru sinni. María Kristín Gylfadóttir svaraði andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að stuttri athugasemd. María Kristín Gylfadóttir kom að stuttri athugasemd. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs. María Kristín Gylfadóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari.