Fundargerðir 2009, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1608
3. mars, 2009
Annað
‹ 6
7
Fyrirspurn
Fundargerðframkvæmdaráðs frá 23. febr. sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 23. febr. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 25. febr. sl. a. Fundargerð forvarnarnefndar frá 18.febr. sl. b. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 16. febr. sl. c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 20.febr. sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.febr. sl. a. Fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 frá 18.febr.sl. Fundargerð bæjarráðs frá 26. febr. sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 11. febr. sl. b. Fundargerðir miðbæjarnefndar frá 10. og 17. febr. sl.
Svar

Guðrún Ágústa Guðmdsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 4. lið í fundargerð fræðsluráðs, leikskólar, sumarlokanir. Einnig undir 5. lið í fundargerð fjölskylduráðs, atvinnuástandið, einnig undir 4. lið í fundargerð forvarnarnefndar, unglingar og sakaskráin, einnig undir 5. lið í sömu fundargerð, ungt fólk án atvinnu, undir 12. lið í fundargerð skipulags- og byggingarmála, undirbúningshópur umferðarmála, loks undir 2. lið í fundargerð miðbæjarnefndar, miðbær, þróunaráætlun. Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 5. lið í fundargerð fjölskylduráðs, atvinnuástandið. Lúðvík Geirsson veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Lúðvík Geirsson veitti andsvar öðru sinni, sem ræðumaður svaraði einnig.  1. varaforseti, Guðmundur Rúnar Árnason, tók við fundarstjórn. Ellý Erlingsdóttir kvadd sér hljóðs undir 4. lið í fundargerð fræðsluráðs, leikskólar, sumarlokanir. Einnig undir 1. lið í sömu fundargerð, skólamáltíðir, kostnaður. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir veitti andsvar vegna 4. liðar sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari vegna 1. liðar sem ræðumaður svaraði. Gunnar Svavarsson kvaddi sér hljóðs undir 5. lið í fundargerð fjölskylduráðs, atvinnuástandið. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari sem ræðumaður svaraði.   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér einnig hljóðs undir 5. lið í fundargerð fjölskylduráðs, atvinnuástandið. Rósa Guðbjartsdóttir veitti andsvar. Gísli Ó. Valdimarsson kvaddi sér hljóðs undir 12. lið í fundargerð skipulags- og byggingaráðs, undirbúningshópur umferðarmála, einnig undir 2. lið í fundargerð miðbæjarnefndar frá 10. febrúar og 1. lið í sömu fundargerð frá 17. febrúar, miðbær, þróunaráætlun. Bergur Ólafsson kvaddi sér hljóðs.