Fundargerðir 2009, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1602
9. desember, 2008
Annað
Fyrirspurn
Fundargerðir bæjarráðs frá 28. nóv. og 4. des. sl. a. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 17. nóv. sl. b. Fundargerð miðbæjarnefndar frá 25. nóv. sl. c. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 23.okt sl. d. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 13. nóv. sl. e. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 17.nóv. sl. f. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 24. nóv. sl. Fundargerðir framkvæmdaráðs frá 1. og 3. des.sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 1. des. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 3. des. sl. a. Fundargerð forvarnarnefndar frá 26. nóv. sl. b. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 24. nóv. sl. c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13. nóv. sl. Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 28. nóv. og 2. des. sl. a. Fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 frá 24.nóv. sl.
Svar


Gísli Ó. Valdimarsson kvaddi sér hljóðs undir 5. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 2.des. sl., Öldutúnsskóli og nágrenni, deiliskipulag og síðan undir 6. lið sömu fundargerðar, Kinnar, breyting á deiliskipulagi.
Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 1. lið í fundargerð fræðsluráðs, Hjallastefnan, barnaskóli við Hjallabraut.
1. varaforseti, Guðmundur Rúnar Árnason, tók við fundarstjórn.
Ellý Erlingsdóttir kvaddi sér einnig hljóðs undir 1. lið í fundargerð fræðsluráðs. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir veitti andsvar öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig.
María Kristín Gylfadóttir kvaddi sér næst hljóðs undir 1. lið í fundargerð fræðsluráðs, einnig undir 4. lið í sömu fundargerð, skólastefna Hafnarfjarðar, endurskoðun, og lagði spurningu fyrir Ellýju Erlingsdóttur sem hún svaraði. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar sem Ellý Erlingsdóttir svaraði. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig.
Forseti tók við fundarstjórn að nýju.
María Kristín Gylfadóttir kvaddi sér hljóðs undir 16.lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 2. des. sl., Lindarberg 62-64, staðsetning gervihnattardisks. Gísli Ó. Valdimarsson veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Gísli Ó. Valdimarsson veitti andsvar öðru sinni.
Rósa Gubjartsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 1. lið í fundargerð fræðsluráðs, Hjallastefnan, barnaskóli við Hjallabraut.