Dalshraun 15, breyting, byggingarleyfi
Dalshraun 15
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 224
7. apríl, 2009
Annað
‹ 31
32
Fyrirspurn
Nýver ehf sækir 11.09.08 um leyfi til að breyta funda-veislu og sýningarsal í gistiheimili á Dalshrauni 15. Samkvæmt teikningum Davíð Karls Karlssonar dags. 11.06.08. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði 13.01.2009 að afla frekari gagna, m.a. umsögn frá heilbrigðiseftirlitinu. Ekki liggur fyrir umsókn um starfsleyfi. Komið hefur í ljós að ólögleg búseta er í húsinu, en þar liggur ekki fyrir samþykki skipulags- og byggingaryfirvalda um neina íbúð.
Svar

Skipulags- og byggingarráð óskar eftir upplýsingum frá umsækjanda um stöðu málsins innan tveggja vikna. Jafnframt er húseigendum bent á að búseta er ekki leyfileg í húsinu, og samkvæmt lögum nr. 75/2000 m.s.br. skulu eigendur slíks húsnæðis eigi síðar en 1. janúar 2009 hafa aflað sér leyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir breyttri notkun húsnæðisins þannig að búseta verði þar heimil. Fáist ekki slíkt leyfi skal eigandi eigi síðar en 1. mars 2009 rýma húsnæðið og láta af hinni ólögmætu notkun. Enn fremur er bent á að þótt sótt sé um gistiheimili er það ekki ígildi fastrar búsetu samkvæmt lögum um lögheimili nr. 21/1990 m.s.br. Verði ekki brugðist við þessu innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að eigandi þess hluta húsnæðisins sem leigt hefur verið fyrir búsetu verði beittur dagsektum samkvæmt 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120267 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030053