Eskivellir 9 A-B, lokaúttekt.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 252
25. maí, 2010
Annað
‹ 16
17
Fyrirspurn
Íbúar að Eskivöllum 9 hafa kvartað yfir því að ekki hafi verið lokið við lokaúttekt á húsinu. Lokaúttekt með athugasemdum var gerð 15.05.2008, og var mælst til þess að brugðist yrði við athugasemdum innan þriggja vikna og kallað til lokaúttektar þar sem farið yrði yfir þau atriði sem athugasemd var gerð við. Ekki hefur verið brugðist við því að öllu leiti. Skoðun eftirlitsmanns sviðsins hefur leitt í ljós að lóðarfrágangur er ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti. Enn fremur eru uppsettir tréveggir byggingarleyfisskyldir skv. grein 67.1 í byggingarreglugerð. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði eftir skýringum frá byggingarstjóra, sem mætti í viðtal vegna málsins. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.03.2010 byggingarstjóra skylt að færa lóðina í það horf sem samþykktir uppdrættir sýna í samræmi við ábyrgð hans skv. grein 32.2 í byggingarreglugerð. Óski hann eftir að halda því fyrirkomulagi sem framkvæmt hefur verið skal hann skila inn reyndarteikningum með skriflegu samþykki allra íbúa í húsinu í samræmi við 19. grein fjöleignahúsalaga. Yrði ekki brugðist við þessu innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.05.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir byggingartjóra skylt að færa lóðina í það horf sem samþykktir uppdrættir sýna í samræmi við ábyrgð hans skv. grein 32.2 í byggingarreglugerð. Óski hann eftir að halda því fyrirkomulagi sem framkvæmt hefur verið skal hann skila inn reyndarteikningum með skriflegu samþykki allra íbúa í húsinu í samræmi við 19. grein fjöleignahúsalaga. Verði ekki brugðist við þessu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Jón Páll Hallgrímsson fulltrúi Vinstri Grænna víkur af fundi við afgreiðslu þessa erindis.   Skipulags- og byggingarráð gerir byggingarstjóra skylt að færa lóðina í það horf sem samþykktir uppdrættir sýna í samræmi við ábyrgð hans skv. grein 32.2 í byggingarreglugerð. Óski hann eftir að halda því fyrirkomulagi sem framkvæmt hefur verið skal hann skila inn reyndarteikningum með skriflegu samþykki allra íbúa í húsinu í samræmi við 19. grein fjöleignahúsalaga.  Verði ekki brugðist við þessu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.